Stakkur

Fuglinn í fjörunni | 12.11.15 | 14:26 Fuglinn 45. tbl - Vera úr annarri vídd

Fuglinn í fjörunni situr stundum á steini og veltir fyrir sér þessari undarlegu veru sem ræður ríkjum hér á jörðinni, blessaðri mannskepnunni. Vissulega er manneskjan dálítið mögnuð, og öll sú þróun sem hún hefur staðið fyrir, bæði til góðs og ills.
Meira

Fuglinn í fjörunni | 06.11.15 | 10:05Fuglinn 44. tbl - Forboðin ást á Íslandi.

Fallegt par, upprunnið frá Víetnam, maðurinn svo til íslenskur, hefur búið hér frá bernsku, stúlkan kemur sem aupair til landsins í gegnum frændfólk, þau kynnast og fella hugi saman. Hún verður ólétt. Ekta íslenskt eitthvað
Meira


Fuglinn 43. tbl 2015 | 29.10.15 | 12:17 Fuglinn 43. tbl - Tækifærin liggja víða

Við gleymum því oft sem vel gengur. Síðastliðin ár hefur margt gott gerst á Vestfjörðum. Sem dæmi má nefna ævintýralega fjölgun í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar með tilheyrandi umsvifum. Hafnir Ísafjarðarbæjar, ferðaskipuleggjendur og bærinn allur nýtur góðs af og miklar tekjur eru af þessum umsvifum. Sem dæmi má nefna eru tekjur ...
Meira

bb.is | 22.10.15 | 11:53 Fuglinn 42. tbl. - Bankaskítafýla

Með reglulegu millibili finna frumlegir þingmenn upp á skemmtilegum nýyrðum og um að gera að taka þau til kostana í þessari viku umfram aðrar. Arionbanki af mikilli rausn hleður undir fjársterka vini sína og afhendir þeim stórfyrirtæki á smáaura, upp í hugann kemur máltækið „ Þangað leitar fé sem fé er ...
Meira


bb.is | 22.10.15 | 11:51 Fuglinn 41. tbl. - RÚV

Lýst er eftir fréttaritara RUV á Vestfjörðum. Síðast sást til hennar á mynd sem fylgdi örfrétt um ráðningu hennar snemmsumars. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Það er satt að segja minna um fréttir af Vestfjörðum í miðlum RUV um þessar mundir en fyrir umrædda ráðningu
Meira

bb.is | 22.10.15 | 11:50 Fuglinn 40. tbl - Landsbankinn, banki allra landsmanna?

Fuglinn í fjörunni ætlaði að fjalla um ónýtt kvótakerfið og fólksfækkunina sem kom í kjölfarið. Hann ætlaði að rifja upp tímann fyrir 30 árum, þegar iðandi mannlíf var í hverjum firði. Samfélagið breyttist. Læknirinn fór, hjúkrunarfræðingurinn, presturinn var færður til og sýslumaðurinn.
Meira


bb.is | 22.10.15 | 11:48 Fuglinn 39. tbl. - Mannréttindaþjóðin.

Fuglinn í fjörunni veltir fyrir sér hversu djúpt mannrétti snerti okkur Íslendinga? Á tyllidögum lítum við á okkur sem mannréttindaþjóð sem stendur vörð um lýðræði og jafnan rétt fólks til hinna ýmsu mála. Nýlega hafa komið upp tvö mál þar sem að mannréttindi hafa staðið andspænis viðskiptahagsmunum. Annarsvegar í makríldeilu við ...
Meira

Stakkur 30. tbl. 2015 | 30.07.15 | 09:35 Fjölmiðlun á tímamótum

Hvað eru fréttir? Einföld spurning sem kallar á flókið svar eða öllu heldur flókin svör. Fréttir eru fregnir eða frásögn af einhverju sem hefur gerst, er að gerast eða mun hugsanlega gerast og talið er skipta máli fyrir almenning og kannski og ekki síður í sum tilvikum fyrir fjölmiðla og fjölmiðlunga. ...
Meira


Stakkur 29. tbl. 2015 | 23.07.15 | 09:40 Vestfirðingar þurfa flugvöll í Reykjavík

Flugvallarnefndin sem undir forsæti Rögnu Árnadóttur núverandi aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi dóms- og mannréttindaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun sunnan Hafnarfjarðar væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, en hann mun að öllum líkindum kosta 25 milljarða króna. Það er nú gott og blessað. Bjarni Benediktsson núverandi fjármálaráðherra hefur talað á ...
Meira

Stakkur 28. tbl. 2015 | 16.07.15 | 09:39 Gullmolinn í Reykjavík flugvöllurinn

Umræður um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni hafa verið miklar og ljóst að borgarstjórn Reykjavíkur með núverandi borgarstjóra í fararbroddi leggur sig í líma við að úthýsa þessum prýðilega flugvelli, sem verið hefur á sínum stað í meira en sjö áratugi. Breski herinn lagði flugvöllinn í Vatnsmýri í upphafi stríðsins og afhenti hann ...
Meira


Stakkur 27. tbl. 2015 | 09.07.15 | 09:35 Sumarið er komið

Alþingi er farið í sumarleyfi og þá finnst mörgum að sumarið sé komið. Alþingi sat lengi og vakti litla aðdáun þeirra sem þó nenntu að fylgjast með störfum þess. Því miður eru nýju þingmennirnir ekki að lyfta þingstörfum eins og margir höfðu þó vonast eftir. Stjórnmál hafa lengi verið vetrarverkefni og ...
Meira

Stakkur 26. tbl. 2015 | 02.07.15 | 09:56 Landið, náttúran og fólkið

Ísland er einstakt land. Sama er að segja um fólkið og ekki síst náttúruna. Hún eru engu lík. En hvernig gengur sambúð þjóðarinnar við landið? Gætir þjóðin náttúrunnar? Fyrir liggur að þjóðin hyggst bjóða til Íslands margfalt fleiri gestum, en nemur fjölda íbúa landsins. Hið nýja laxeldi eða loðdýrarækt eru nú ...
Meira


Stakkur 25. tbl. 2015 | 25.06.15 | 09:21 Hornótt hátíðarhöld, Hornstrandir og ferðamenn

Tvenn hátíðarhöld eru að baki. Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní galt verulega svokallaðra mótmælenda, sem höfðu hátt og völdu sér þennan dag, sem að mestu hefur verið óumdeildur, til þess að bera skrílslæti sín á torg. Torgið sem þeir völdu var Austurvöllur í Reykjavík og margt var gert til þess að setja blett ...
Meira

Stakkur 24. tbl. 2015 | 18.06.15 | 09:16 Mannréttindi eins eða allra, sjúklinga eða verkfallsmanna

Verkföll hafa verið mörgum ofarlega í huga að undanförnu og skyldi engan undra. Sett voru lög á Alþingi laugardagskvöldið 13. júní og skiptust skoðanir aðallega í tvö horn, með og á móti eftir pólitískum línum. Verkföll höfðu staðið í nærri 10 vikur og þótt um væri að ræða til þess að ...
Meira


Stakkur 23. tbl. 2015 | 11.06.15 | 09:33 Höft, verkföll og vonleysi

Ísland nútímans er verðugt athugunarefni, einkum fólkið sem hér býr og þá sérstaklega þeir sem tekið hafa að sér að stjórna, margir valdir af okkur kjósendum. Heita málið er að sjálfsögðu afnám hafta og nýsett lög þar að lútandi, sem herða höftin til að byrja með svo hægt sé að slaka ...
Meira

Stakkur 22. tbl. 2015 | 04.06.15 | 09:43 Brotin, samfélagið og ábyrgð þess

Nýlega gekk dómur í Héraðsdómi Vestfjarða. Eldri maður var dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa sankað að sér miklu efni er sýndi börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Lestur dómsins er til þess fallin að vekja ónotakennd fólks með réttu ráði enda bregður lesandanum nokkuð og sem fyrr er ...
Meira


Stakkur 21. tbl. 2015 | 28.05.15 | 09:39 Hin óþrjótandi uppspretta náttúrunnar

Verkföll hafa sett mark sitt á samfélagið og skilið eftir ljót ör. Samfélagssátt er torfundin og sameiginleg markmið nást sjaldan, þótt síðast hafi þjóðarsáttin frá 1990 verið nefnd og hún er gott dæmi um sáttargerð samfélagsins. En skammtímaminni þjóðarinnar er algert og hver sér auð í annars garði. Öfund kviknar af ...
Meira

Stakkur 20. tbl. 2015 | 21.05.15 | 08:57 Verkfalli á Vestfjörðum frestað

Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur komið fram með skynsamlegt útspil, að fresta tveggja daga verkfalli, sem hefjast átti síðasta þriðjudag. Þess í stað hefur því verið mörkuð byrjun næsta fimmtudag, eftir rétta viku. Einnig hefur allsherjarverkfalli verið frestað frá 26. maí til 6. júní næstkomandi. Ummæli Finnboga þess efnis að ...
Meira


Stakkur 19. tbl. 2015 | 13.05.15 | 09:35 Verkföll upp á líf og dauða

Verkföll hafa staðið nú með ýmsu móti með miklum áhrifum. Ekki er með góðu móti hægt að kaupa og selja fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur verkfall háskólamenntaðra starfsmanna, nánar til tekið lögfræðinga starfandi hjá þessu ágæta embætti ríkisins á höfuðborgarsvæðinu haft lamandi áhrif á viðskiptalífið. Engu er þinglýst og hefur ekki ...
Meira

Stakkur 18. tbl. 2015 | 07.05.15 | 09:19 Kerecis og hugvitið varpa ljóma á Ísafjörð

Margt vekur athygli á Vestfjörðum og Ísafirði um þessar mundir. Fyrst ber að telja heimsfræga afturköllun Jónasar Guðmundssonar sýslumanns frá Bolungarvík með aðsetri á Patreksfirði á fjögurra alda gömlum dómi Ara í Ögri, sem að vísu var löngu fallinn úr gildi, en hefur greinilega gleymst ofan í skúffum á sýsluskrifstofunni á ...
Meira


Stakkur 17. tbl. 2015 | 30.04.15 | 09:08 Fjórar aldir, sumarkoma á föstudegi og bleikur hver

Sumarið er komið. Fæstir hafa orðið þess varir, enda er það aðeins komið á dagatalinu. Oftast er það svo, en einstaka sinnum hendir það lán að eygja megi vor og jafnvel, en þó sjaldnar, að vorið sé komið þegar dagatalið kveður upp úr með það að fyrsti dagur sumars sé runninn ...
Meira

Stakkur 16. tbl. 2015 | 22.04.15 | 09:32 Fiskur, ferðamenn og ,,beitarþol“

Vel hefur aflast í Bolungarvík og á Patreksfirði að undanförnu og er það góðs viti. Fiskur, sjávarútvegur og úrvinnsla hafa staðið undir efnahag Vestfjarða um langt skeið. Nú er svo komið að ferðaþjónusta hefur tekið fram úr gjaldeyrisöflun af fiskútflutningi þjóðarbúsins. Það vekur upp margar áleitnar spurningar, ekki síst fyrir Vestfirðinga. ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli