Grein án commenta

Útsýnið úr vefmyndavélinni.
Útsýnið úr vefmyndavélinni.

bb.is | 23.06.2015 | 15:01Ný vefmyndavél á Hrafnseyri

Snerpa hefur gangsett vefmyndavél á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Myndavélin er staðsett á aðalbyggingunni og vísar yfir hlaðið á Hrafnseyri og yfir fjörðinn til suðvesturs. „Það hefur verið smá lúxusvandamál í gangi hjá okkur hvað vefmyndavélarnar eru vinsælar og við erum að undirbúa að setja upp fleiri vélar og öflugari miðlunarþjón fyrir þær. Við skiptum um miðlunarþjón í síðustu viku og þrefölduðum minni í honum en sjáum fram á að þurfa enn öflugari vél fljótlega, t.d. er Ísafjarðarvél nr. 1 oft sein að taka við sér enda mest skoðaða vélin. Við biðjum áhorfendur að sýna okkur þolinmæði vegna þessa en til stendur að taka í gegn eftir sumarfríin síðuna þannig að hún verði snjallsímavæn en sumir snjallsímar ná ekki myndinni eins og er,“ segir á vef Snerpu.

Skoða má myndavélina hér.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi