Grein án commenta

Grafarþögn hefur verið á göngum Tónlistarskóla Ísafjarðar frá því í síðustu viku.
Grafarþögn hefur verið á göngum Tónlistarskóla Ísafjarðar frá því í síðustu viku.

bb.is | 29.10.2014 | 11:42Tónlistarbær á tyllidögum?

„Það er ekki nóg að dásama tónlist á hátíðis- og tyllidögum heldur þurfa sveitarfélögin að sýna það og sanna í verki að það kunni að meta hana og greiða tónlistarkennurum mannsæmandi laun í takt við það. Menntun er aldrei af manni tekin. Mennt er máttur,“ segja Kristín Harpa Jónsdóttir og Pétur Ernir Svavarsson, nemendur við Tónlistarskóla Ísafjarðar, í grein á bb.is í dag. Verkfall tónlistarkennara hefur staðið í eina viku og lítið þokast í samningaviðræðum.

„Martröð okkar tónlistarnemenda er orðin að veruleika. Verkfall er skollið á og ekki sér fyrir endann á þeirri deilu. Tónlistarskólinn hefur verið okkur annað heimili frá því að við hófum tónlistarnám og því hefur nú verið lokað,“ segja Kristín Harpa og Pétur Ernir og bæta við að ekki sé nóg að dásama tónlist á hátíðis- og tyllidögum heldur verði sveitarfélögin að greiða tónlistarkennurum mannsæmandi laun og sýna þar með og sanna í verki að störf tónlistarkennara eru metin að verðleikum.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi