Grein án commenta

Sýnishorn af skeiðunum á sýningunni.
Sýnishorn af skeiðunum á sýningunni.

bb.is | 27.11.2009 | 13:55Jólasýning Gamla sjúkrahússins

Árleg jólasýning Gamla sjúkrahússins á Ísafirði verður opnuð á morgun. Viðfangsefnið er jólaskeiðin. Jólaskeiðin á orðið langa sögu. Hún er söfnunargripur sem enn er verið að safna á íslenskum heimilum. Saga hennar hófst árið 1946 þegar Guðlaugur A. Magnússon gullsmiður fékk þá hugmynd að láta hanna jólaskeið og selja í verslun sinni. Næsta skeið var smíðuð árið 1948 og síðan þá hefur ein jólaskeið komið út á hverju ári í nafni verslunar Guðlaugs A. Magnússonar. Fleiri hafa smíðað og látið smíða jólaskeiðar í gegnum tíðina, á sýningunni er þó sjónum beint að upphafsmanninum og afkomendum hans sem eru stærstu framleiðendur skeiðarinnar í dag. Sýningin er samvinnuverkefni Verslunar Guðlaugs A. Magnússonar, Gull- og silfursmiðjunnar Ernu, Hönnunarsafns Íslands og safnanna í Gamla sjúkrahúsinu Eyrartúni á Ísafirði.

Opnunartími safnsins er virka daga kl. 13 – 19 og laugardaga kl. 13-16. Sýningin stendur til 6. janúar 2010.

fridrika@bb.is


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi