Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 14.01.14 | 16:59 Jólaseríurnar fá að vera lengur

Mynd með frétt Árvökulir lesendur bb.is hafa tekið eftir því að jólaskreytingar í miðbæ Ísafjarðar eru enn allar uppi rúmri viku eftir þrettándann. Allt á það sér eðlilegar skýringar. Jóhann Ólafson, formaður Björgunarfélags Ísafjarðar sem sér um uppsetningu jólaskreytinga, segir að nú sé venjan að láta lifa lengur á jólaseríum, fólk af mörgum ...
Meira

bb.is | 11.05.12 | 16:57Hátt í 60 skip til Reykjavíkur en 34 til Ísafjarðar

Mynd með fréttÍ sumar munu hátt í 60 skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavík í 80 boðuðum skipakomum. Talið er að skipin taki samanlagt um 100 þúsund farþega. Þetta er töluverð fjölgun frá síðasta ári þegar skipakomurnar voru 67 og farþegar um 70 þúsund. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag. Ljóst ...
Meira

bb.is | 10.05.12 | 14:58„Ábyrgð ökumanna er mikil“

Mynd með frétt„Okkar áminningar eru sígildar. Við leggjum áherslu á að allir séu í viðeigandi öryggisbúnaði í umferðinni, sérstaklega börnin. Umferðarreglur ber að virða og passa verður upp á hraðann,“ segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, aðspurður um tilmæli lögreglu til vegfarenda. Nú fer sumarið brátt í hönd og mikilvægt að huga að ...
Meira

bb.is | 09.05.12 | 11:33Herrakvöld hjá fótboltamönnum

Mynd með fréttÁrvisst herrakvöld BÍ/Bolungarvíkur verður haldið í Guðmundarbúð á Ísafirði á laugardagskvöld. „Senn fer vetri að ljúka og kominn tími á að skemmta okkur saman og hita upp fyrir komandi vertíð í sumar,“ segir í tilkynningu. Með veislustjórn fer skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm en aðalræðumaður kvöldsins verður skákmeistarinn Magnús Pálmi Örnólfsson. Kokkurinn Halldór ...
Meira

bb.is | 09.05.12 | 10:55Lokað fyrir vatn í Holtahverfi

Mynd með fréttVatnsleki er í Holtahverfi á Ísafirði og því þarf að skrúfa fyrir vatn milli kl. 13 og 15 í dag. Starfsmenn áhaldahúss Ísafjarðarbæjar vilja koma þessu á framfæri.
Meira

bb.is | 07.05.12 | 10:39Ari Trausti á Ísafirði og Suðureyri í dag

Mynd með fréttVísindamaðurinn, skáldið og forsetaframbjóðandinn Ari Trausti Guðmundsson er staddur á Vestfjörðum til að kynna framboð sitt. Í dag, mánudag, er hann á Ísafirði og Suðureyri en á morgun er ferðinni heitið til Bolungarvíkur. Í dag mun Ari m.a. heimsækja rækjuvinnsluna Kampa og Menntaskólann á Ísafirði og koma við í Stjórnsýsluhúsinu. Hann ...
Meira

bb.is | 06.05.12 | 12:19Sýningin Sköpunarverkið Strandir opnuð

Mynd með fréttLjósmyndasýningin Sköpunarverkið Strandir var opnuð í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hólmavík í gær. Á sýningunni eru til sýnis ljósmyndir og ummæli ferðamanna og heimafólks um Strandir. Þetta er því ekki hefðbundin listasýning heldur „ein leið til miðlunar alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um sköpun áfangastaða á norðurslóðum sem unnið er að í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi ...
Meira

bb.is | 04.05.12 | 16:06BÍ/Bolungarvík spáð níunda sæti

Mynd með fréttLiði BÍ/Bolungarvíkur er spáð níunda sæti í fyrstu deild karla í sumar á vefsíðunni fotbolti.net. Þar er þess getið að liðið sé á sínu öðru tímabili í deildinni en fari með aðrar áherslur inn í mótið nú en í fyrra, t.a.m. hafi fækkað í „útlendingahersveit“ liðsins.
Meira

bb.is | 04.05.12 | 15:02Gistinóttum fjölgaði um 61%

Mynd með fréttGistinætur á hótelum á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 3.100 í mars og fjölgaði um 61% miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gistinætur á svæðinu tæplega 6.800 talsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Gistinætur á hótelum á öllu landinu í mars voru 134.000 ...
Meira

bb.is | 04.05.12 | 14:29Landnemar brautskráðir á Flateyri

Mynd með fréttVænn hópur var brautskráður úr Landnemaskólanum á Flateyri á dögunum, en námið hófst í febrúar. Landnemaskólinn er 120 kennslustunda námskeið ætlað fólki með annað móðurmál en íslensku og námsefnið er íslenska, samfélagsfræði, sjálfsstyrking og tölvufærni. Námið var sett upp fyrir atvinnulausa og voru nemendur í upphafi fimmtán en þeim fækkaði á ...
Meira