Svipmyndir

Látið vita

Látið vita af mannfagnaði
eða sendið inn myndir

 Lesendur BB-vefjarins eru hvattir til að láta vita af myndvænum fagnaði af hvaða tagi sem er, svo sem afmælisveislum, árshátíðum og brúðkaupum, gæsagildum og steggjastandi, lautarferðum, götugleði og þorrablótum. Þá er ekki að vita nema ljósmyndari komi og taki myndasyrpu til birtingar hér á vefnum.

Einnig er gott og þakkarvert að fá sendar myndasyrpur frá slíkum viðburðum en þá verða myndirnar að vera mjög góðar og skýrar. Hafið samband varðandi stafrænar myndir, stærð þeirra og sendingu, þannig að tryggt sé að hægt verði að nota þær. Helst verða líka að fylgja nöfn þeirra sem eru á myndunum og vitneskja um samþykki þeirra fyrir birtingu.

Það má fólk líka vita, að þegar ljósmyndari Bæjarins besta er við störf í mannfagnaði, þá má allt eins búast við birtingu. Ef vera kynni að einhver vildi ekki að mynd af honum birtist, þá nefnir hann það að sjálfsögðu. Hins vegar er fátítt að fólk á góðri og glaðri stund vilji ekki láta taka eða birta af sér mynd!

Sendið ábendingar um myndverðan mannfagnað í netpósti til Bæjarins besta eða hringið í síma 456 4560.


Sandkastalakeppni 2016

Hin árlega sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði fór fram um helgina. „Þetta var alveg frábær dagur, sólin byrjaði að skína þegar við sandkastalagerðin hófst. Við höfðum byggingartímann 90 mínútur og það var alveg passlegt því það byrjaði að blása á okkur undir lokin,“ segir sr. Fjölnir Ásbjörnsson í Holti sem hefur ...
Meira

Mýrarbolti 2016

Tuttugu og sex lið mættu til leiks í Mýrarboltanum sem var leikinn til þrauta í Tungudal á laugardag. Það voru heimaliðin sem báru sigur úr býtum. Gömlu kempurnar í FC Kareoke lyftu Evrópumeistaratitlinum í karlaflokki og FC Drulluflottar unnu kvennaflokkinn. „Þetta gekk mjög vel og við erum mjög sátt. Það var ...
Meira

Þjóðbúningamyndataka

Að undirlagi Þjóðbúningafélags Vestfjarða var í tilefna 150 ára afmælis Ísafjarðar efnt til myndatöku í Bæjarbrekkunni af fólki íklæddum íslenskum þjóðbúninum. Tæplega 200 konur og stúlkur mættu uppábúnar til leiks og einn karl. Hér eru nokkrar myndir af konunum undirbúa sig og hjálpast að við að klæðast þessum fallegu en oft ...
Meira

17. júní 2016

Myndir frá hátíðarhöldum á Ísafirði 17. júní 2016 ...
Meira

Þorrablót í Holti 2016

Dreifbýli Önundarfjarðar hélt sitt margfræga þorrablót í Holti laugardaginn 20. febrúar. Fullt var út úr dyrum og miklar væntingar til skemmtiatriða. Þau stóðust væntingar, sem og Stebbi Jóns sem spilaði undir fjöldasöng og dansi fram undir morgun. ...
Meira

Stútungur 2016

Stútungur, hinn árlegi þorragleðskapur þeirra Flateyringa fór fram laugardaginn 6. febrúar og var hann vel sóttur og þótti ágætlega heppnaður. Núpsbræður sáu um að fram reiða veitingarnar og stóðu þeir sig afar vel. Hljómsveitin Sólon dreif sig vestur í vonda veðrinu og héldu uppi stanslausu stuði til kl. 03:00, ...
Meira

Sólarkaffi á Flateyri

Kvenfélagið á Flateyri bauð upp sólarkaffi í Félagsbæ. Kræsingarnar voru af betri sortinni og vel var mætt. ...
Meira

Sunnukórsball 2016

Hið árlega og víðfræga Sunnukórsball var haldið laugardaginn 23. janúar á Hótel Ísafirði. Við inngang í veislusalinn spilaði lúðraveitinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Gestir voru prúðbúnir að venju og veitingar voru ekki af verri endanum, dýrindis rjómapönnukökur og snittur og fínustu sort. Sunnukórinn er einn elsti blandaði kór landsins ...
Meira

Þorrablót á Þingeyri 2016

Slysavarnardeildin Vörn hélt sitt þorrablót á Þingeyri laugardaginn 23. janúar. Að þessu sinni stóð þorrablótsnefndin í eldamennskunni sjálf og buðu upp á þetta fína hlaðborð af þorramat. Blótið var vel sótt þetta árið, slagaði hátt í hundrað gesti. Að borðhaldi loknu stigu þeir Gummi Hjalta og Stebbi á stokk ...
Meira

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu í gegn og að loknum kvöldverð var slegið upp balli þar sem Benedikt Sigurðsson ásamt hljómsveit héldu uppi stuðinu. Ljósmyndari ...
Meira

Þorrablót Grunnvíkinga

08.02 2014 – Um níutíu manns sóttu þorrablót Grunnvíkinga sem haldið var í félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag. „Blótið heppnaðist mjög vel þótt það hafi ekki verið eins margir og síðustu ár. En gestirnir skemmtu sér glimrandi vel, ballið stóð alveg til hálf þrjú,“ segir Rebekka Pálsdóttir sem var í skemmtinefnd ...
Meira

Gleði á blóti í Reykjanesi

01.02 2014 – Margt var um manninn og mikil gleði var á þorrablóti í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Blótið var annað blótið af þremur á Hótel Reykjanesi. Jón Heiðar Guðjónsson, hótelstjóri í Reykjanesi, segir að 70 manns hafi verið á blótinu. Fjórtán ár eru frá því að byrjað var að halda blót ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli