Fólk

bb.is | 10.06.11 | 13:10 Sýning Georgs Guðna opnuð í dag

Mynd með frétt Georg Guðni opnar sýningu í Listasafni Ísafjarðar kl. 16 í dag. Allir eru boðnir velkomnir til að fagna því með listamanninum. Georg Guðni Hauksson er talinn einn af fremstu túlkendum landslags á Íslandi. Málverk hans af fjöllum einkennast af marglaga littónum þar sem einfaldleiki og andrúm viðfangsefnisins hefur forgang. Georg Guðni ...
Meira

bb.is | 29.12.09 | 11:06Kosningu á Vestfirðingi ársins að ljúka

Mynd með fréttHátt í fjögur hundruð tilnefningar hafa borist í kosninguna um Vestfirðing ársins. Það fer því hver að verða síðastur að tilefna þann sem mest á skilið nafnbótina að þeirra mati en kosningu lýkur á gamlársdag. Kosningarétt hafa allir lesendur bb.is, hvar sem þeir eru í veröldinni. Kjörgengir eru þeir sem með ...
Meira

bb.is | 04.08.09 | 13:57Stofnun félags léttadrengja?

Mynd með fréttÞað flýgur nú fjöllunum hærra á vef Þingeyringa að unnið sé að stofnun Félags léttadrengja í Dýrafirði um þessar mundir. Er sagt að Hemmi Gunn, léttadrengur á Húsatúni í Haukadal, sé þar framarlega í flokki og verði jafnvel hugsanlegt formannsefni ef af verður, sem er þó allsendis óvíst. Vitað er að ...
Meira

Eldra efni ...

bb.is | 20.02.09 | 16:23 „Flott að fá aukaflugför“

Mynd með frétt „Það er flott að fá aukaflugför fyrir tónleikaferðirnar,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, aðspurður hvaða þýðingu það hefur að hafa fengið Loftbrúarverðlaunin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann segir ekki margar tónleikarferðir á dagskránni í ár en einhverjar eru þó áætlaðar í sumar. „Ég spila á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar ...
Meira

bb.is | 16.01.09 | 13:28Fyrsta barn ársins á Ísafirði

Mynd með fréttFyrsta barn ársins er komið í heiminn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði en það er drengur sem fæddist 14. janúar. Stoltir foreldrar piltsins eru Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Dóra Hlín Gísladóttir á Ísafirði og er hann fyrsta barn þeirra. Drengurinn vó 4125 grömm við fæðingu og var 53 cm á lengd. Móður ...
Meira

bb.is | 05.01.09 | 16:48„Kitlar hégómagirndina“

Mynd með frétt„Nei ég reikna nú ekki með því. Ætli ég láti ekki Viðar Hákon, barnabarn mitt, mæta fyrir mig,“ segir Villi Valli, tónlistarmaður á Ísafirði, aðspurður hvort hann hugsi sér að mæta til Íslensku tónlistarverðlaunanna en plata hans Í tímans rás er tilnefnd í flokki djass-tónlistar. Villi Valli hefur ekki miklar áhyggjur ...
Meira


Vestfirska fróðleikshorniðVestfirska fróðleikshornið er safn af efni sem varðar liðna tíma á Vestfjörðum með ýmsum hætti. Safninu er ætlað að aukast og eflast smátt og smátt, ekki síst með hjálp lesenda. Vel er þeginn fróðleikur af hvaða tagi sem er, bæði í máli og myndum, og góðar ábendingar um slíkt. Hér koma til greina endurminningar eða minningabrot, frásagnir af minnisverðum atburðum eða framkvæmdum, kveðskapur (helst þokkalega ortur) og gamlar ljósmyndir eða myndasyrpur, ýmist með viðeigandi skýringum eða jafnvel myndir þar sem upplýsingar skortir og væru vel þegnar ef einhver þekkir til. Þannig mætti áfram telja eftir því sem hugmyndaflugið leyfir. Ekki síst er fengur að óbirtu efni en líka má koma hér á einn stað mörgu sem áður hefur birst á ýmsum stöðum, enda sé allra réttinda gætt. Ábendingar eða fyrirspurnir má senda í netpósti á netfangið bb@bb.is og líka mætti slá á þráðinn í síma 456 4560.
Páll Sigurðsson á Ísafirði rifjar upp atburði í veðrinu mikla í september árið 1936 Eftirminnileg berjaferð fyrir sjötíu árum

Mynd með frétt Eitt af alþekktustu og mannskæðustu sjóslysum sem orðið hafa við Ísland fyrr og síðar er strand franska hafrannsóknaskipsins Pourquoi-Pas? við Mýrar í miklu óveðri að morgni 16. september árið 1936. Þar fórust 38 menn, þeirra á meðal hinn heimsþekkti vísindamaður dr. Jean-Baptiste Charcot, en einn maður komst af. Flestir Íslendingar sem ...
Meira

Koma franska rannsóknaskipsins Pourquoi-Pas? til Ísafjarðar í ágúst 1936Tveir heimsborgarar

Mynd með fréttÍ Ársriti Sögufélags Ísfirðinga árið 1997 er frásögn eftir Einar H. Eiríksson frá Ísafirði, sem á starfsferli sínum var m.a. skattstjóri í Vestmannaeyjum, undir fyrirsögninni Tveir heimsborgarar. Þeir heimsborgarar sem þar er átt við eru franski vísindamaðurinn dr. Jean-Baptiste Charcot og íslenski presturinn sr. Magnús Jónsson, fyrrum sóknarprestur að Stað í ...
Meira

bb.isMinnismerki Jóns Thoroddsens afhjúpað á Reykhólum

Mynd með fréttMinnismerki um Jón Thoroddsen skáld, sýslumann og ættföður Thoroddsen-ættarinnar, var í gær afhjúpað í blíðskaparveðri á fæðingarstað hans, Reykhólum við Breiðafjörð, að viðstöddum fjölda gesta. Meðal þeirra voru ráðherrarnir Sturla Böðvarsson, Einar K. Guðfinnsson og Siv Friðleifsdóttir og þingmennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Jón Bjarnason. Minnismerkið afhjúpuðu þeir Einar Örn Thorlacius, ...
Meira

bb.isSextíu ár liðin frá Fellsbrunanum á Ísafirði

Mynd með fréttÍ byrjun júní mánaðar 1946 varð hræðilegasti húsbruni sem orðið hefur á Ísafirði, nánar tiltekið aðfararnótt mánudagsins 3. júní. Í brunanum brann húsið Fell, sem var eign Finnbjörns Finnbjörnssonar, málarameistara og stóð við Hafnarstræti, til kaldra kola á um það bil einni klukkustund. Einnig kviknaði í húsum handan götunnar, Hafnarstræti 4, ...
Meira

Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags VestfirðingaSjötíu ár frá fyrstu kvikmyndasýningunni í Ísafjarðarbíói

Mynd með fréttÍsafjarðarbíó er elsta starfandi kvikmyndahús á Íslandi, en fyrsta kvikmyndasýningin í Alþýðuhúsinu var þann 23. nóvember 1935, og verður bíóið því sjötugt í dag. Fyrsta myndin sem sýnd var í bíóinu var örkin hans Nóa, eða Noah’s Ark eins og hún heitir á frummálinu. Í auglýsingaefni fyrir myndina segir að hún ...
Meira

Eldra efni ...


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli